Ríflega 55% virðisaukning átti sér stað hjá félaginu Into the Glacier, en það býður upp á ferðir inn í ísgöngin í Langjökli. Félagið var metið á 1.565 milljónir króna í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Into the Glacier er að mestum hluta í eigu framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund, en sjóðurinn átti 96% hlut í félaginu í lok síðasta árs. Sjóðurinn er í eigu Landsbankans, Icelandair Group og sjö lífeyrissjóða.

Þessi ísgöng eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi og eru þau stærsta einstaka eign sjóðsins.