*

laugardagur, 19. september 2020
Erlent 26. maí 2017 13:10

Verðmætasti knattspyrnuleikur ársins

Úrslitaleikurinn í umspili um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni fer fram á mánudaginn.

Ritstjórn

Að minnsta kosti 170 milljónir punda eru undir þegar Huddersfield og Reading mætast á Wembley næstkomandi mánudag í úrslitaleik um laust sæti í Ensku úrvalsdeildinni. 

Takist sigurvegara leiksins að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni á næstkomandi leiktímabili verður upphæðin að lágmarki 290 milljónir punda. Þetta kemur fram í gögnum Deloitte Sports Business Group um fjármál í heimsfótboltanum.

170 milljóna punda upphæðin samanstendur af 95 milljónum punda sem er að mestum hluta tilkominn af 85 milljónum sem hvert lið fær í sinn hlut af sjónvarpstekjum deildarinnar. Hinar 75 milljónirnar koma til af því að ef lið fellur úr úrvalsdeildinni fær það svokallaðar fallhlífagreiðslur sem er ætlað að minnka það fjárhagslega áfall sem fall úr úrvalsdeildinni er.

Upphæðin sem er undir í umspilsleiknum hefur vaxið gífurlega undanfarinn ár sem má meðal annars rekja til sjónvarpssamnings sem tók gildi á nýafstöðnu tímabili. Þá hækkaði upphæðin sem hvert félag fær í sinn hlut um 40 milljónir punda og er samningurinn metinn á 8,3 milljarða punda yfir 3 ára samningstímann. Til samanburðar má nefna að virði umspilsleiksins árið 2006 var 40 milljónir punda. 

Stikkorð: Wembley Umspil