Aflaverðmæti íslenskra fiskiskip nam 143 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Þetta var 18,3 milljarða króna aukning á milli ára, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Mestur hluti aflans liggur í aflaverðmæti botnfisks, 87,4 milljarðar króna. Verðmæti þorskaflans nam 42,3 milljörðum króna og er það um 30% af heildarverðmætinu. Verðmætið jókst um 2,3% frá sama tíma ári fyrr.

Af einstökum fisktegundum jókst aflaverðmæti karfaaflans mest eða um 21,9% á sama tíma og verðmæti ýsu dróst saman um 10,9 milljarða króna. Það jafngildir 23,8% ssamdrætti.

Hagstofan