*

þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Innlent 30. september 2019 13:49

Verðmæti botnfisks eykst 20%

Verðmæti þorskaflans jókst um 16% á 12 mánaða tímabili og verðmæti ýsu hefur aukist um 55%.

Ritstjórn
Í júní hafi verðmæti þorskaflans aukist um 16% á 12 mánaða tímabili frá sama tímabili árið á undan.
None

 Aflaverðmæti úr sjó var 7,7 milljarðar í júní, sem er 1,1% aukning samanborið við sama mánuð í fyrra, að því er kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Af botnfisktegundum nam verðmæti þorskaflans 3,8 milljörðum sem er 6,1% meira en í júní 2018. Verðmæti flatfiskafla var rúmir 1,2 milljarðar sem er 8,2% minna en í fyrra. Verðmæti skel- og krabbadýra nam 220 milljónum sem er 24% samdráttur miðað við júní 2018.

Á 12 mánaða tímabili, frá júlí 2018 til júní 2019, nam aflaverðmæti úr sjó 136 milljörðum króna, sem er 10,5% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti botnfisks milli sama 12 mánaðatímabil jókst um tæp 20% og fór úr 87 milljörðum króna í 103 milljarða. Þar af hækkað verðmæti þorsks um 16%, verðmæti ýsu hækkaði um 55% og ufsa um 32,5%. 

Stikkorð: Aflaverðmæti þorskur