Markaðsverðmæti þeirra félaga sem fyrir eru á Aðallista Kauphallarinnar var í dagslok í gær um 482 milljarðar króna, samkvæmt samantekt Greiningar Íslandsbanka. Verðmæti þeirra félaga sem voru á listanum í ársbyrjun 2013 var 338 milljarðar króna en á vormánuðum bættust við þann lista tryggingarfélögin tvö, VÍS og TM.

Þann 19 desember verður N1 skráð á Aðallista Kauphallarinnar. Því mun árinu ljúka með 14 skráðum félög á Aðallistanum. Af þeim eru Össur, Nýherji og „færeysku félögin“ með mjög óvirka verðmyndun og óveruleg viðskipti eru með hlutabréf í þeim félögum. Ef einungis er miðað við útboðsverð í tilboðsbók A í hlutafjárútboði N1,  þá er markaðsverðmæti þess á bilinu 13,5-15,3 milljarðar króna. Því stefnir hlutabréfamarkaðurinn í 500 milljarða króna að markaðsvirði í árslok.