Creditinfo og viðskiptafræðideild Háskóla Íslands gerðu nýlega samning um aðgengi að gagnasafni Creditinfo um íslensk hlutafélög, hluthafa og ársreikninga. Gögnin eru verðmetin á um 450 milljónir.

Rannsóknarsamstarf margra háskóla

Verða gögnin notuð í víðtæku rannsóknarsamstarfi Háskóla Íslands við Standford háskóla, Paris School of Economics og University of Maryland, undir forystu Guðrúnar Johnsen lektors í fjármálum. Ætlunin er að greina fyrirtækjasamstæður, hvernig þær myndast, skuldsetningu og eiginfjármögnun hér á landi.

Guðrún segir að jafnítarleg gögn af þessum gæðaflokki fyrir hvert fyrirtæki og það yfir tíma verði ekki gripin upp af götunni og sé óhemjudýrt að safna í frétt á Vísi .