*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 13. júní 2016 07:50

Verðmæti gagnanna 450 milljónir

Háskóli Íslands semur við Creditinfo um aðgang að verðmætu gagnasafni um íslensk fyrirtæki.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Creditinfo og viðskiptafræðideild Háskóla Íslands gerðu nýlega samning um aðgengi að gagnasafni Creditinfo um íslensk hlutafélög, hluthafa og ársreikninga. Gögnin eru verðmetin á um 450 milljónir. 

Rannsóknarsamstarf margra háskóla

Verða gögnin notuð í víðtæku rannsóknarsamstarfi Háskóla Íslands við Standford háskóla, Paris School of Economics og University of Maryland, undir forystu Guðrúnar Johnsen lektors í fjármálum. Ætlunin er að greina fyrirtækjasamstæður, hvernig þær myndast, skuldsetningu og eiginfjármögnun hér á landi.

Guðrún segir að jafnítarleg gögn af þessum gæðaflokki fyrir hvert fyrirtæki og það yfir tíma verði ekki gripin upp af götunni og sé óhemjudýrt að safna í frétt á Vísi.