Verðmæti gullforða Seðlabankans nam 12,4 milljörðum króna, jafnvirði tæpra 12,5 milljarða króna í októberlok.

Þetta er rétt rúmlega tveggja milljarða króna hækkun frá sama tíma í fyrra og 211 milljóna króna hækkun á milli mánaða, að því er fram kemur í hagtölum Seðlabankans sem birtar voru í gær.

Gullforði Seðlabankans samanstendur af 64 þúsund únsum af gulli, jafngildi um 1.814 kílóa. Engar breytingar hafa orðið á gulleigninni síðan árið 2000 fyrir utan verðsveiflur á forðanum. Fjárfestar hafa í gegnum aldirnar keypt gull til að tryggja sig gegn erfiðleikum á ótryggum tímum. Slíkir aðstæður hafa einmitt ríkt á fjármálamörkuðum síðastliðin þrjú ár hið minnsta og hefur gullverð rokið annað slagið upp í methæðir.

Gullverðið stendur nú í 1.791 dal á únsuna.