*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 27. mars 2015 11:12

Verðmæti gullforðans jókst um 781 milljón

Gullforði Seðlabanka Íslands var 9,6 milljarða króna virði um síðustu áramót.

Ritstjórn

Verðmæti gullforða Seðlabanka Íslands jókst um 781 milljón króna í fyrra, en það er nær eingöngu vegna veikingar krónu gagnvart Bandaríkjadal. Gullforðinn var metinn á 9.598 milljónir króna um síðustu áramót, en á 8.817 milljónir í árslok 2013.

Í fyrra keypti seðlabankinn gull fyrir 6,6 milljónir króna.

Verðlækkun gullforða bankans, miðað við fastgengi, nam 120 milljónum króna 2014 samanborið við verðlækkun upp á 3,7 milljarða króna árið 2013.

Markaðsverð gulls var 1.184,37 Bandaríkjadalir á hverja únsu í árslok 2014 en 1.201,64 á únsu í upphafi árs sem nemur um 1,4% lækkun milli ára.