Heildarafli íslenskra skipa metinn á föstu verðlagi var 3,3% meiri í október síðastliðnum en fyrir ári. Það sem af er ári veiddist 3,1% meiri afli en á sama tíma í fyrra metið á föstu verði. Á hinn bóginn var aflinn 11,4% minni í október en í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar .

Fram kemur á vef Hagstofunnar að botnfiskafli dróst saman um 1.300 tonn frá október í fyrra 2012. Afli uppsjávartegunda nam á sama tíma rúmum 39.600 tonnum, sem er tæplega 10.200 tonnum minni afli en í október 2012.