Exista neyddist til að selja 20% hlut í finnska tryggingarfélaginu Sampo á hrakvirði rétt fyrir bankahrunið, en sá hlutur hefur nú fjórfaldast í verði. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum í morgun.

Þegar Exista seldi bréfin í Sampo þann 7. október 2008 var gengi bréfanna 11,5 evrur á hlut, en við lokun markaða í gær var gengi bréfanna 45 evrur á hlut, en hækkun er rúmlega fjórföld.

Exista fékk 1,3 milljarð evra í sinn hlut fyrir 20% hlut í félaginu en verðmæti hans í dag yrði um 5 milljarðar, eða um 720 milljarðar íslenskra króna.