„Verðlaunin eru okkur gríðarlega mikils virði og staðfesting á vinnu okkar. Við erum afskaplega stolt og þakklát, og ánægð með að vera komin í hóp þeirra góðu fyrirtækja sem hafa fengið þau í gegnum tíðina. Þetta er lyftistöng fyrir okkur og hvatning til að halda áfram því starfi sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár og áratugi,“ segir Sigurgeir Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Zymetech sem hlaut á dögunum Nýsköpunarverðlaun Íslands, en þau veita Rannís, Íslandsstofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóðuratvinnulífsins.

Gríðarleg tækifæri fyrir Ísland

Zymetech er frumkvöðull á sviði vinnslu meltingarensíma úr N-Atlantshafsþorski og hefur tryggt sér einkaleyfavernd á nýtingu þeirra til framleiðslu á snyrtivörum, lækningavörum og lyfjum. „Þessi ensím eru unnin úr hluta fisksins sem áður var fargað. Þetta er þar af leiðandi verðmæt viðbótarafurð og í henni felast gríðarleg tækifæri. Ég tel að við séum rétt að byrja að klóra yfirborðið þegar tækifæri á sviði fullnýtingar sjávarafurða eru annars vegar,“ útskýrir hann.

Sigurgeir segir fyrirtækið fylgjastgrannt með alþjóðlega ensím-geiranum og mögulegri samkeppni út frá vörutegundumsem verið er að prófa hverju sinni. „Í hundrað ár hefur það tíðkast að nota ensím í lækningaskyni en hingað til hefur aðallega verið notastvið nautgripi og svín. En rannsóknir hafa sýnt fram á að ensímúr þorski eru virkari en ensímúr spendýrum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .