Magn útfluttra sjávarafurða var tæpum 5% meira árið í fyrra en árið á undan. Verðmæti útfluttra sjávarafurða var einnig örlítið meira eða um 1%.

Á vef Hagstofunnar segir að á föstu verðlagi hafi útflutningsframleiðsla staðið í stað á milli árana 2012 og 2013.  Mest var flutt út til Bretlands, eða um 9% af útflutningsverðmætinu.

Árið áður jókst magn útfluttra sjávarafurða um 10% og verðmæti sjávarafurðanna um 6%. Á föstu verðlagi jókst útflutningur árið 2012 um 6%.