Sá hópur valinna viðskiptavina sem fékk að kaupa hluti í Símanum fyrir útboð getur selt hluti sína nú í morgun.

Ótilgreindir viðskiptavinir Arion Banka fengu að kaupa samtals 5% hlut í Arion banka á genginu 2,8 krónur á hlut. Meðalgengi bréfa í almenna útboðinu var 3,33 krónur á hluta. Verðmæti hlutarins nam samtals um 1,49 milljörðum króna, en hópurinn keypti bréfin á 282 milljónum króna undir markaðsvirði almenna útboðsins. Þær sölukvaðir voru á bréfunum að þeir máttu ekki selja fyrir enn að þremur mánuðum liðnum, en sá tími er nú kominn.

Gengi bréfa Símans nú, fyrir opnun markaða er 3,56 krónur á hlut og má því ætla að í dag sé verðmæti hlutanna 1,9 milljarðar. Verðmæti hlutains hefur því hækkað um sem nemur 410 milljónum króna.

Verðmæti hlutabréfa viðskiptavinanna hafa hækkað um sem nemur 27%. Verðmæti hluta sem keyptir voru á almenna genginu hafa hækkað um 7% á frá útboði.

Arion banki seldi einnig 5% hlut til fjárfestahóps undir forystu Bertrand Kahn og Orra Haukssonar, forstjóra Símans. Þeirra hlutir voru keyptir á genginu 2,5 krónur á hlut en þeim er óheimilt að selja fyrr en 1. janúar 2017.