Eignarhaldsfélagið Borgun ehf. keypti 3,85% hlut í Borgun af starfsmönnum og stjórnendum Borgunar í júlí 2015. Kaupverðið miðaði við að heildarverðmæti 11 milljarðar. Sala Landsbankans á rúmlega 25% hlut til Eignarhaldsfélags Borgunar og 6,2% hlut til BPS gerir ráð fyrir að heildarverðmæti Borgunar væri sjö milljarðar í nóvember 2014. Stjórnendur Borgunar seldu hlut sinn í Borgun á 57% hærra verði í júlí 2015 heldur en Landsbankinn seldi þeim í nóvember 2014.

Forstjóri Borgunar, Haukur Oddson segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hækkun verð skýrist af aukinni eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi. Hlutabréfaverð á íslandi hafi hækkað mikið á síðari hluta ársins 2014 og á árinu 2015.

Haukur segir þó að kaupverðið staðfesti að stjórnarmenn Borgunar hafi ekki vitað að Visa Inc. hyggðist nýta sér valrétt á Visa Europe, en Borgun á von á um 5 milljarða greiðslu vegna þeirra viðskipta. Haukur segir að salan hafi verið það heimskasta sem þeir hafi gert og það hafi verið hörmung, eftir á að hyggja.