Markaðsverðmæti Haga verður á bilinu 13,4 til 16,4 milljarðar króna. Ljóst er að fyrrum og núverandi eigendur Búvalla myndu hagnast mjög vel, að minnsta kosti á pappírnum, ef útboðsgengið verður í hærri kantinum. Kaupverð 44% hlutarins sem Búvellir keyptu á þessu ári nam um 5.480 milljónir króna en væri um 7,2 milljarðar króna að gefnu hæsta útboðsgengi og hefði því hækkað um rúman 1,7 milljarð eða 31,5% á innan við einu ár.

Yrði niðurstaðan lægsta útboðsgengi eða 11 krónur á hlut gæfi það ekki nema um 7,5% hækkun en útboðsgengið 12 krónur á hlut gæfi um 17% hækkun.

Tekið skal fram að lífeyrissjóðir sem áttu hlut í Búvöllum hafa leyst til sín sína hluti og halda þeim nú í eigin nafni og nemur eignarhlutur Búvalla í Högum nú rétt tæplega 21%.

Nánar er fjallað um Haga í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.