Þó sala á lúxusvörum hafi lítillega dregist saman á þessu ári samanborið við árið í fyrra spáir ráðgjafafyrirtækið Bain & Company því að á næstu tveimur árum muni salan aukast á ný.

Í fyrra var 5  prósenta vöxtur í sölu lúxusvara en á þessu ári er gert ráð fyrir að vöxturinn verði á bilinu 4 til 5%. Bain & Company spáir því að árið 2014 og 2015 muni salan aukast um 5 til 6% á ári.

Árið 2012 nam heildarveltan á lúxusvörumarkaðnum 273 milljörðum dollara eða 32.000 milljörðum íslenskra króna. Baines & Company gerir ráð fyrir að árið 2015 verði veltan komin í 290 milljarða dollara eða 34.000 milljarða íslenskra króna.

Interbrand birtir lista yfir verðmætustu lúxus-vörumerkin (Brand Value)  og komast sjö þeirra á lista fyrirtækisins yfir 100 verðmætustu vörumerkin heiminum. Í heildina er Apple verðmætasta vörumerkið en það er metið á 98,3 milljarða dollara eða 11.500 milljarða króna. Til samanburðar er verg landsframleiðsla Íslands 1.700 milljarðar.

Fyrirtækin sem um ræðir framleiða merkjavöru eins og til dæmis fatnað, skartgripi, úr og töskur.

Verðmætustu lúxus-vörumerkin árið 2013 eru þessi:

1. Louis Vuitton trónir á toppnum. Vörumerkið er metið á tæpa 25 milljarða dollara eða tæplega 3.000 milljarða króna. Verðmæti vörumerkisins hækkaði um 6% milli ára. Vörumerkið Louis Vuitton er í algjörum sérflokki og meira en tvöfalt verðmætara en það næsta á listanum. Fyrsta Louis Vuitton verslunin opnaði í París árið 1854.

2. Gucci er metið á tæpa 10,2 milljarða dollara eða tæpa 1.200 milljarða króna. Verðmætið jókst um 7% milli ára. Fyrsta Gucci verslunin opnaði í Flórens árið 1921.

3. Vörumerki Hermès tískufyrirtækisins er metið á 7,6 milljarða dollara eða 900 milljarða króna. Virði vörumerkisins hefur aukist um 23% milli ára. Hermès er meðal annars frægt  fyrir að selja dýrustu töskur í heimi, þær dýrustu kosta nokkrar milljónir dollara. Hermès var stofnað í París árið 1837.

4. Cartier er metið e 6,9 milljarða dollara eða ríflega 800 milljarða króna. Verðmæti vörumerkisins jókst um 26 prósent milli ára. Cartier er fornfrægur skartgripaframleiðandi en fyrirtækið er líklega frægast fyrir úr – þau dýrustu kosta frá nokkur hundruð þúsund dollurum upp milljónir dollara. Fyrirtækið var stofnað árið 1847.

5. Prada er í fimmta sæti en vörumerkið er metið á 5,6 milljarða dollara eða um 650 milljarða króna. Verðmæti vörumerkisins jókst um 30% milli ára.  Fyrsta Prada verslunin opnaði í Mílanó árið 1913. Prada selur tískuvöru eins og til dæmis töskur, skó og fylgihluti.

6. Tiffany & Co. er metið á 5,5 milljarða dollara eða um 640 milljarða króna. Virði vörumerkisins jókst um 5% milli ára. Tiffany & Co, sem oftast gengur bara undir nafninu Tiffany eða Tiffany's var stofnað í New York árið 1837. Fyrirtækið er langþekktast skartgripi og var nafn fyrirtækisins t.d. tvisvar nefnt í laginu „Diamonds Are a Girls Best Friend“ sem Marilyn Monroe flutti í kvikmyndinni „Gentlemen Prefer Blondes“

7. Burberry er metið á 5,2 milljarða dollara eða ríflega 600 milljarða króna. Verðmæti vörumerkisins jókst um 20% á milli ára. Burberry er tískuhús, sem var stofnað í Englandi árið 1856. Fyrirtækið er þekktast fyrir sitt skosk brúnköflótta mynstur.


Burberry er þekktast fyrir sitt skosk brúnköflótta mynstur.
Burberry er þekktast fyrir sitt skosk brúnköflótta mynstur.
Burberry er þekktast fyrir sitt skosk brúnköflótta mynstur.

Í laginu
Í laginu
Í laginu "Diamonds Are a Girls Best Friend" sem Marilyn Monroe flutti er nafn Tiffany's tvisvar nefnt.

Verslun Prada í Tokíó í Japan.
Verslun Prada í Tokíó í Japan.
aVerslun Prada í Tokíó í Japan.

Þetta Cartier armbandsúr er metið á um 350 milljónir króna.
Þetta Cartier armbandsúr er metið á um 350 milljónir króna.
aÞetta Cartier armbandsúr er metið á 3 milljónir dollara eða um 350 milljónir króna.

Þessi Hermes taska kostar 230 milljónir króna.
Þessi Hermes taska kostar 230 milljónir króna.
Þessi Hermes taska er úr krókódílaskinni og alsett demöntum. Hún kostar um 2 milljónir dollara eða 230 milljónir króna.

Louis Vuitton er verðmætasta lúxus-vörumerkið.
Louis Vuitton er verðmætasta lúxus-vörumerkið.
Frá árinu 2002 hefur Louis Vuitton verið verðmætasta vörumerkið í lúxusmerkja-bransanum.