*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 27. febrúar 2014 07:41

Verðmætustu sveitarfélögin miðað við íbúafjölda

Vestmannaeyjabær greiðir mest á hvern íbúa til ríkissjóðs vegna tekjuskatts einstaklinga og veiðigjaldsins.

Kristrún Frostadóttir
Aðsend mynd

Mestu tekjurnar á haus af tekjuskatti einstaklinga voru á síðasta ári í Vestmannaeyjum, en ríkið aflaði um 520 þúsund krónur á hvern íbúa í tekjur á síðasta ári í sveitarfélaginu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tölum fjármála- og efnahagsráðherra um heildartekjur ríkissjóðs af skattstofnum sundurgreindum eftir sveitarfélögunum. Gögnin voru birt í síðustu viku í svörum við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins, frá því í október síðastliðnum. Hann sóttist eftir sundurgreiningu á tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga og lögaðila, tryggingagjaldi, eignarsköttum og veiðigjöldumeftirsveitarfélögum og hverjar meðaltekjur væru af hverjum íbúa sveitarfélaganna.

Miklar tekjur í Garðabæ

Á meðal þess sem fram kemur í svarinu er að ef samtala tekjuskatts einstaklinga og auðlegðarskatts er skoðuð miðað við íbúafjölda eru tekjurnar þó meiri í Garðabæ, rúmlega 600 þúsund og á Seltjarnarnesi, um 565 þúsund krónur, en í Vestmannaeyjum.

Þá voru tekjur af hverjum íbúa vegna auðlegðarskatts mestar í Skorradalshreppi í fyrra þar sem meðalíbúinn í sveitarfélaginu greiddi um 130 þúsund krónur í auðlegðarskatt. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið allt hér að ofan undir liðnum tölublöð.