Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr í morgun hver eru verðmætustu vörumerki heims.

Þegar litið er til bílaframleiðanda er staðan óbreytt frá því í fyrra.  Toyota er í 11 sæti yfir verðmætustu vörumerkni og verðmætasta vörumerki bílaframleiðanda.

Mercedes Benz er í öðru sæti meðal bílaframleiðanda og í því 12 á heildarlistanum. Mercedes Benz hefur dregið á Toyota milli ára, en verðmæti þess þýska hækkaði um 9% en þess japanska aðeins um 6%.

Þýski bílaframleiðandinn BMW er í 15 sæti, Honda í 19 sæti og Volkswagen er í 47 sæti.

Mercedes Benz.
Mercedes Benz.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Toyota hefur verið mest seldi bíll í heimi um árabil. Náttúruhamfarirnar í mars ollu því að Toyota féll niður fyrir General Motors. Athygli vekur að Mercedes Benz er nánast jafn verðmætt vörumerki og Toyota.