Ráðgjafafyrirtækið Jakobson Capital metur gengi hlutabréfa Sýnar á 31,5 krónur, sem er 8,8% hærra en 28,95 króna gengi bréfa félagsins þegar þetta er skrifað, samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið greinir frá.

Gerir nýja verðmatið ráð fyrir að markaðsgengi sýnar hækki um 19%, eða um alls 1,5 milljarða króna. Eins og staðan er í dag er markaðsvirði félagsins rétt tæplega 8,6 milljarðar króna. Snorri Jakobsson stofnaði Jakobsson Capital í vor þegar Capacent fór í gjaldþrot, en þar hafði hann stýrt greiningardeild félagsins.

Segir í verðmatinu að afkoma Sýnar hafi verið yfir væntingum á öðrum ársfjórðungi, og sjá megi merki um rekstrarbata, bæði vegna hagræðingar í rekstri, sem sparaði 9,9% rekstrarkostnað og svo innkomu Endor sem skilaði 3,5% auknum rekstrartekjum hjá félaginu.