Greining Íslandsbanka verðmetur Haga á 18,8 milljarða króna sem er um 45% yfir markaðsvirði miðað við síðustu viðskipti með bréf Haga sem og yfir skráðu lágmarksútboðsgengi í hlutafjárútboðinu sem lýkur kl. 16 í dag. Verðmatsgengi greiningar Íslandsbanka er 16 krónur á hlut, lágmarksgengi í útboðinu er 11 krónur á hlut en hámarksgengi 13,5 krónur. Verðmat greiningar Íslandsbanka á Högum er um 23% hærra en verðmat IFS Greiningar en IFS mat Haga á um 15,2 milljarða með verðmatsgengið 13 krónur á hlut.

Athugasemd : Í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins í dag var ranglega sagt að meðalkostnaður fjármagns (WACC) í greiningu Íslandsbanka á Högum hafi verið reiknaður 16% en hið rétta er að hann var 12,2% og leiðréttist það hér með.  Þá er tekið fram á forsíðu greiningarinnar að hún sé ekki ætluð almenningi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.