Í ljósi þess að áhugi á hjólreiðum fer sífellt vaxandi hér á landi og hjólreiðamenn hafa færst í aukana á götum Reykjavíkur gerði Vísir verðsamanburð á hjólreiðabúnaði. Niðurstaðan var sú að mismunur í verði fyrir pakka fyrir karlkyns hjólreiðamann getur numið nærri 300.000 krónum.

Verslunarstjóri hjólreiðaverslunarinnar Arnarins sagði í samtali við Vísi að fólki kaupi nú vandaðri og dýrari hjól en áður fyrr og að flestir sem græja sig upp eru á aldrinum 30 til 50 ára og búnir að eiga bíl en vilja nú breyta til.

Borinn voru saman verð á ódýrari og dýrari pakka hjá Erninum fyrir karlkyns hjólreiðamann með tilheyrandi fatnaði. Verðmunur á pökkunum sem innihalda meðal annars hjól, hjálm, föt og lás getur numið allt að 298.700 krónum.