Verðmunur á skólabókum er allt að 57% en minnstur verðmunur var 3%. Munur á álagningu skiptibókamarkaðanna var í flestum tilfellum um eða yfir 50%. Þetta kemur fram í verðlagseftirliti ASÍ þar sem verð var kannað á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla.

Eftirlitið var gert í sex verslunum á höfuðborgarsvæðinu og verð kannað á 32 algengum námsbókum. Bókaverslunin Griffill Skeifunni var eina verslunin sem átti til allar bækurnar. Í flestum tilfellum var Forlagið og A4 með lægsta verðið á nýjum bókum, 9 titlar af 32 voru ódýrastir hjá þeim. IÐNÚ var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða á 17 titlum af 32.