Verðsamdráttur var í Japan í október og er það í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem það gerist. Neysluverðsvísitalan í Japan lækkaði um 0,1% í október og er minnkandi eftirspurn á heimamarkaði kennt um.

Hlutabréfavísitölur í Asíu héldu áfram að lækka í dag eins og þær hafa flestar gert undanfarna daga og vikur. Japanska Nikkei vísitalan lækkaði um 0,06%, Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,37% og hlutabréfavísitalan í Sydney lækkaði um 1,4%.