Meint verðsamráð Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins er enn til rannsóknar, samkvæmt upplýsingum sem Viðskiptablaðið hefur frá Samkeppniseftiritinu. Rannsóknin hefur staðið yfir í á þriðja ár en hátt í fjörutíu manns voru handteknir vegna rannsóknarinnar og húsleitir gerðar í mars 2011.

Í apríl síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur kröfu sérstaks saksóknara um að Húsasmiðjunni yrði gert að afhenda sérstökum saksóknara afrit af ráðningarsamningum nokkurra starfsmanna fyrirtækjanna.

Kröfu um að Húsasmiðjan myndi afhenda tilteknar fundargerðir stjórnar var hins vegar hafnað.