Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur starfsmönnum Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins er vitnað í fjölmörg símtöl sem fram fóru á milli starfsmanna fyrirtækjanna. Í einu af þessum símtölum segir starfsmaður Byko sem stjórnaði öllum tilboðsmálum að „þetta væri komið út í bull“ og að um væri að ræða hjaðningavíg.

„Þetta eru orðin hjaðningavíg ef þetta heldur svona áfram,“ segir starfsmaður Byko í símtali samkvæmt ákærunni og upplýsir starfsmann Húsasmiðjunnar að frá og með morgundeginum muni verð hækka. „Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð þangað til að, af því sko...“ segir starfsmaður Byko enn fremur samkvæmt ákærunni