*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 26. nóvember 2011 11:37

Verðskráin að mestu staðið í stað

Leigutakar Laxár á Ásum segja ekkert hæft í fréttum um hækkun á verði veiðileyfa

Ritstjórn
Kvótinn í Laxá á Ásum verður tveir laxar á stöng á dag í stað tíu laxa áður.
Aðsend mynd

Fréttir um miklar hækkanir á verði veiðileyfa í Laxá á Ásum eiga ekki við rök að styðjast og Eiríkur Þorláksson, einn eigenda Salmon Tails, segir fréttaflutning um miklar hækkanir, þar með talið í Viðskiptablaðinu, alls óskiljanlegar enda hafi ekki einu sinni verið haft fyrir því að leita eftir staðfestingu hjá leigutakanum við vinnslu fréttanna.

Í reynd greiði félagið litlu meira fyrir ána en fyrri leigutaki og hækkun sé alls ekki jafn mikil og menn hafa verið að giska á.

Veiðifélagið að Laxá á Ásum gerði í haust fimm ára samning um leigu á ánni við félagið Salmon Tails sem er í eigu Eiríks Þorlákssonar hrl., Elíasar Blöndal Guðjónssonar lögfræðings og Arnars Jóns Agnarssonar veiðimanns og leiðsögumanns.


Stikkorð: Veiði Laxá á Ásum