Verðbólguspár gera ráð fyrir því að ársverðbólga verði á bilinu 2,1 prósent til 2,5 prósent næstu þrjá mánuði. Markaðspunktar Arion banka gerir ráð fyrir að ársverðbólgan verði með lægsta móti, á bilinu 2,1 til 2,2 prósent. Seðlabankinn gerir hinsvegar ráð fyrir að verðbólgan verði 2,5 prósent á sama tímabili.

Veltur á gengi gjaldmiðla

Ofangreindur stöðugleiki mun þó velta á því að gengi krónunnar haldist stöðugt, samkvæmt greiningu Íslandsbanka. Gangi það eftir verður um lengsta tímabil stöðugleika á verðlagi hér á landi í áratug, en á árunum 2003 til 2004 mældist verðbólga undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í hálft annað ár.