Bílaframleiðandanum Volkswagen er kennt um verðstríð á bílamarkaði í Evrópu. Í krafti styrks hefur Volkswagen lækkað verð og boðið neytendum ýmis gylliboð. Framleiðendurinar Peugeot Citroen, Renault og Fiat, sem reiða einna mest á Evrópumarkað, hafa brugðist við með því að lækka verð á sínum bifreiðum. Hætt er við að það dragi úr hagnaði fyrirtækjanna.

Bloomberg fjallar um verðstríðið í dag. Til að svara ódýrari bifreiðum Volkswagen hafa bæði Fiat og Renault lækkað verð á ákveðnum bíltegundnum hjá sér um allt 25%.

Búist er við að evrópski ökutækjamarkaðurinn minnki fjórða árið í röð í ár. Eins og áður segir selja áðurnefnd fyrirtæki stærstan hluta bifreiða sinna í Evrópu. Þannig er 63% af öllum Renault-bílum seldir í Evrópu, 61% af Peugeot og 46% af Fiat-bifreiðum. Stærstur framleiðanda er VW, sem tilkynnti um 6,84 milljarða evra hagnað í síðustu viku.