Mögulegt er að nýir eigendur Kaupáss-verslananna fari í verðstríð við Haga, stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Í nýju virðismati IFS greiningar á Högum segir að ekki verði hjá því komist að velta fyrir sér hvort samkeppni muni aukast, nú þegar „mikil arðsemi þeirra [Haga] er lýðum ljós“.

Hagar birtu uppgjör annars ársfjórðungs rekstrarársins á fimmtudag í síðustu viku. Í fyrsta sinn frá skráningu nam hagnaður á einum fjórðungi yfir milljarði króna. „Nú er að sögn lið harðsnúinna reynslubolta að kaupa Kaupás, sem rekur m.a. Krónuverslanir og Nóatún. Væntanlega ætla þeir sér ekkert annað en að græða sem mest á fjárfestingu sinni.

Spurning er hvort þeir telji bestu leiðina til þess viðskiptastríð í smásölunni. „Það kemur sennilega brátt í ljós,“ segir í virðismati IFS

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .