Verðtryggð fasteignalán eru aftur orðin algengari en hin óverðtryggðu af því er fram kemur í Morgunblaðinu. En í kjölfars efnahagshruns stóðu óverðtryggð lán aftur til boða og urðu margfalt algengari en þau verðtryggðu.

Samanlagt lánuðu viðskiptabankarnir, sparisjóðirnir, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir út 13,8 milljarða króna í verðtryggð íbúðalán á fyrstu fimm mánuðum ársins, samanborið við 10,18 milljarða óverðtryggð íbúðalán á sama tíma.

Að mati sérfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við eiga lág verðbólga í sögulegu samhengi og vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands þátt í því að margir neytendur kjósa frekar verðtryggð lán.