Ný verðtryggð lán með veð í íbúð, þegar uppgreiðslur hafa verið dregnar frá, voru nær tvöfalt hærri í október en á sama tíma í fyrra. Slík lán námu 3.153 milljónum króna en 1.698 milljónum á sama tíma í fyrra sem er 86% aukning. Ný óverðtryggð lán með veði í íbúð að frádregnum uppgreiðslum námu 1.445 milljónum í október en 2.496 milljónum í október í fyrra. Þau lán dragast því saman um milljarð. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og er unnið úr tölum frá Seðlabankanum.

Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, segir verðtryggðu lánin vera hagstæð nú þar sem verðbólga sé um 1% og vextir mjög lágir.