„Ef afnema á verðtryggingu verða stjórnmálaflokkar og aðrir að útskýra hvaða lausn og kostir eru betri,“ segir Agnar Jón Ágústsson, viðskipta- og hagfræðingur hjá gagnavefnum Datamarket, í grein í Fréttablaðinu í dag. Agnar Jón segir þá almennu skoðun nú ríkja að afnema eigi verðtryggingu á íbúðalán en telur enn vanta umræðu um hvaða fyrirkomulag kæmi í staðinn.

Agnar tekur dæmi og notar lægstu óverðtryggðu vexti banka og sparisjóða til viðmiðs í óverðtryggðum lánum. Með því sýnir hann mismunandi greiðslubyrði lána á tímabílinu 2006 til 2013 og bendir á þunga greiðslubyrði óverðtryggðra lána á fyrstu árum endurgreiðslu.

„Vandamálið sem við glímum við er háir raunvextir og há sveiflukennd verðbólga á Ísandi. Vandamálið er ekki lánsformið, hvort án eru verðtryggð, óverðtryggð, jafngreiðslulán eða lán með jafnar afborganir,“ segir Agnar.