Höfuðstóll verðtryggðra skulda heimila gæti hækkað um allt að 335 milljarða króna til ársloka 2018 ef niðurstaða gerðardóms BHM og FÍH mun ganga yfir allan vinnumarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri sviðsmynd sem birtist á vef Samtaka atvinnulífsins í dag.

Útreikningur SA gerir ráð fyrir 30% hækkun kauptaxta frá ársbyrjun 2015 til ársloka 2018. Til viðbótar kemur launamyndum vegna starfaldurshækkana, starfsþróunar og fl. Gert er ráð fyrir því að ef gengi krónunar verði haldið föstu muni verðbólga verða allt að 6% á tímabilinu en ef gengi krónu sígur þá geti verðbólga farið upp í 9%.

Mikil áhrif á bæði verðtryggð og óverðtryggð lán

Höfuðstóll verðtryggðra skulda gæti hækkað um allt að 335 milljarða króna til ársloka 2018 ef niðurstaða gerðadóms BHM og FÍH mun ganga yfir allan vinnumarkaðinn. Ef gert er ráð fyrir árlegri víxlverkun launahækkana gerir SA ráð fyrir því að skuldir heimilanna gæti hækkað um allt að 475 milljarðar króna til ársloka 2018.

SA gerir ráð fyrir því að vaxtabyrgði á 15 milljóna óverðtryggðu láni muni hækka um 55 þúsund krónur á mánuði á samningstíma kjarasamninganna miðað við óbreytt aðhaldsstig peningastefnunnar.

Miklar áhyggjur

Í samtali við fréttastofu RÚV sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að samtökin hafi miklar áhyggur af því að þessi sviðsmynd geti ræst.