Í nýlegri lýsingu frá Vátryggingafélag Íslands hf. kemur fram að fyrirtækið hafi gefið út skuldabréf að nafnvirði 2,5 milljarða íslenskra króna. Öll skuldabréfin hafa verið seld, en þau eru gefin út rafrænt hjá Nasdaq í 20 milljón króna einingum. VÍS hefur óskað eftir því að viðskipti með bréfin verði tekin upp á aðalmarkaði íslensku kauphallarinnar.

Skuldabréfin eru verðtryggð vaxtagreiðslubréf, gefin út til 30 ára með einum gjalddaga höfuðstóls í lokin. Skuldabréfin bera 5,25% fasta ársvexti, sem greiðast þann 1. mars og 1. september ár hvert. Vextirnir eiga að hækka um 1% að liðnum 10 árum frá útgáfudegi og verða þá 6,25%. Útgáfudagurinn var 29. febrúar 2016.