Rekja má 28 milljarða króna hækkun verðtryggðra skulda heimila til skattahækkana síðustu fjögurra ára. Þetta kom fram í kvöldfréttum stöðvar tvö og var þar bent á að fjárhæðin nemi ríflega 200 þúsund krónum á hvert heimili að meðtaltali.

Áframhaldandi hækkunar má vænta af þessum völdum á næsta ári ef marka má þær skattahækkanir sem gert er ráð fyrir í bandormsfrumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum og nemur um tveimur og hálfum milljarði króna.

Skattahækkanir og breytingar á gjaldheimtu ríkisins hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og þannig á verðtryggðar skuldir.