Icelandair Group fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli sínu og hélt af því tilefni ráðstefnu í dag undir yfirskriftinni Framtíðartækifæri íslenskrar ferðaþjónustu.

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótelanna, var meðal frummælenda og beindi hún orðum sínum til Steingríms J. Sigfússonar þegar hún gagnrýndi fyrirhugaðar skattabreytingar á ferðaþjónustu harðlega.

VB sjónvarp ræddi við Magneu Þóreyju um mögulega gjaldtöku á ferðamannastöðum og áskoranir í íslenskri ferðaþjónstu í dag.