Tulipop kom nokkuð óvænt inn í líf Helgu en hún lauk BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og fór í kjölfarið að vinna í hugbúnaðargeiranum.

„Ég hafði mikinn áhuga á viðskiptahlið geirans og fékk í byrjun starf hjá fyrirtæki sem þá hét Hugur og er nú hluti af Advania. Ég starfaði í fyrstu sem viðskiptastjóri en fékk síðar starf markaðsstjóra ásamt því að koma að framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Þar fékk ég mikla og góða reynslu og fékk jafnframt tækifæri til að vinna með flott um hópi stjórnenda.“ Eftir þrjú ár hjá Hug fannst Helgu þó tími til kominn að  læra aðeins meira og hóf MBA nám við London Business School.

Í kjölfarið kom ég svo heim og þá var Signý vinkona mín búin að gera svo flotta hluti með sínar teikningar og farin að skapa þessa heillandi karaktera og ævintýraheima og við vorum sammála um það að nú væri tækifæri til að búa til sterkt íslenskt barnavörumerki sem hefði möguleika á að ná vinsældum út um allan heim og úr varð Tulipop,“ segir Helga.

Ítarlegt viðtal við Helgu er í Áhrifakonum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .