Íslandi og heimurinn í heild geta lært mikið af aðdraganda hrunsins. Þetta segir Willem Buiter, sem nú flytur erindi á ráðstefnu AGS og stjórnvalda í Hörpu. Hann segir það fráleitt að tala um að Íslandi hafi orðið fyrir fullkomnum stormi eins og hrunið hafi í raun bara verið óheppni. „VIð verðum að viðurkenna að það koma tímabil þjóðarbrjálæðis sem þjóðir verða að taka á.“

Buiter segir það brjálæði að koma á fót alþjóðlegu bankakerfi án þess að hafa sæmilega stöðugan gjaldmiðil. Ekki leyfa húsnæðislán í erlendum gjaldmiðli. Búist við því að flestir séu gráðugir, hugsi til skamms tíma og séu ekki vel upplýstir. Jafnvel þó þeir séu vel menntaðir sagði hann ennfremur.

„Íslandi er á stærð við Coventry og þið getið ekki búist við að hægt sé að manna seðlabanka og ráðuneyti með fólki sem kann allar hliðar fjármálamarkaðarins. Auk þess er langmest spilling staðbundinn,“ bætti Buiter við og lagði til að Ísland ætti að leysa vandann og ganga svo í ESB.

Buiter sagði nauðsynlegt að í raun þyrfti að eftirláta almenningi skuldir sínar eða skuldbreyta þeim þannig að heimili og bankar ættu eignir í sameiningu enda væru skuldir of miklar og stæðu í vegi fyrir vexti. Þið verðið að endurskipuleggja skuldir amk einu sinni áður en þið getið haldið áfram. Hann sagði jafnframt að afnema þyrfti verðtryggingu og uppskar lófaklapp fyrir vikið.

Þegar þessu er lokið verðið munið þið sjá að peningastefnan er of aðhaldssöm og fjármálastefnan of slök. Þá munið þið lifa hamingjusöm til æviloka.

Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citicorp
Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citicorp
© vb.is (vb.is)