Robert Iger, forstjóri Walt Disney, hefur tilkynnt að hann hyggist hættan sem forstjóri í byrjun árs 2015 en muni samt sem áður vera áfram í stjórn bandaríska afþreyingarfyrirtækisins fram á sumar 2015.

Iger verður stjórnarformaður Disney í byrjun næstar árs og verður því bæði forstjóri og stjórnarformaður næstu þrjú ár eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Disney. Iger hefur nú verið forstjóri Disney í sex ár en til stóð að hann myndi láta af störfum árið 2013. Starfstími hans hefur því verið lengdur um tvö ár.

Hann varð vissulega nokkuð þekktur þegar hann tók við stjórnartaumunum í Disney árið 2005 en mest var hann áberandi þegar Disney keypti teiknimyndaframleiðandann Pixar fyrir 7,4 milljarða Bandaríkjadali árið 2007.

Árlegar tekjur Iger eru um 2,5 milljónir dala.