Samtök um betri spítala á betri stað vilja að staðarval á nýjum spítala verði endurskoðað. Samtökin segja að núvirt sparist 101,9 milljarðar ef spítalanum er valinn annar staður.

Í dag birta samtökin á Facebook síðu sinni færslu á Facebook frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra frá því í byrjun apríl, þar sem hann útilokar ekki að færa nýja Landspítalann. Vb.is vitnaði í færsluna þann dag.

Sigmundur Davíð sagði: „Ef til vill verður niðurstaðan sú að nýtt sjúkrahús rísi við Hringbraut en lausnamiðað fólk hlýtur að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi miðað við núverandi aðstæður til að meta hver sé skynsamlegasta, hagkvæmasta og fljótlegasta leiðin til að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús." Sigmundur Davíð hafði áður varpað hugmyndinni fram í fréttum Ríkisútvarpsins, kvöldið áður.

Útboð vegna lóðaframkvæmda lokið

Ríkiskaup birtu í síðustu viku niðurstöðu í útboði vegna lóðaframkvæmda vegna gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða ásamt jarðvinnu fyrir sjúkrahótel nýs Landspítala.a, eins og vb.is greindi frá í morgun . Lægsta tilboðið var 17% hærra en kostnaðaráætlun.