Ástralska flugfélagið Qantas Airways greindi í gær frá því gær að félagið hyggist bjóða upp á beint flug milli Sydney og Melbourne til London árið 2022. Verður þetta lengsta farþegaflug sem boðið verður upp á án millilendingar en forsvarsmenn Qantas vonast til að geta flogið til London frá Ástralíu á 20 klukkutímum og 20 mínútum.

Qantas mun þó þurfa á hjálp að halda frá flugvélaframleiðendunum Boeing og Airbus. En sem komið er þá eru ekki til á markaðnum flugvélar sem hafa nægilega drægni til að fljúga á milli Ástralíu og London. Alan Joyce forstjóri Qantas hefur formlega skorað á flugvélaframleiðendur að auka drægni tveggja nýrra tegunda flugvéla svo flugið geti orðið að raunveruleika.

Þær tegundir sem um ræðir eru Boeing 777X sem að kemur á markað á árinu 2020 og ný útgáfa af Airbus A350 sem á að hafa enn lengri flugdrægni en fyrri útgáfur.  Í áskorun Joyce kemur fram að báðar þessar tegundir séu nálægt því uppfylla kröfur Qantas. Samkvæmt frétt Bloomberg er markmiðið með áskoruninni til fá báða framleiðendur til að leita leiða til að ná enn frekari flugdrægni.

Í yfirlýsingu frá Airbus kemur fram að stjórnendur fyrirtækisins taka áskoruninni fagnandi. „Ný Airbus A350 mun hafa allt að 20 klukkustunda flugdrægni. Við hlökkum til að vinna með Qantas í því að geta boðið upp á beint flug milli Sydney og London.

Forsvarsmenn Boeing voru ögn hógværari í sinni yfirlýsingu. „Boeing mun halda áfram að vinna með viðskiptavinum sínum að því að uppfylla þarfir þeirra og markaðarins."