Mikil spenna ríkir í Bretlandi í dag þar sem kosningar fara fram, en mjóu munar milli stærstu flokkanna. Kosningastöðvar loka klukkan 10 í kvöld á staðartíma, úrslit munu koma í ljós um eftirmiðdaginn á morgun.

Síðustu kannanir sýna misjafnar niðurstöður, en hins vegar bendir allt til þess að mjótt verði á milli stærstu flokkanna. Samkvæmt síðustu könnun hjá The Guardian er Verkamannaflokkurinn með eins stigs forystu. Lord Ashcroft tísti sinni síðustu könnun í morgun en þar mælast Íhalds- og Verkamannaflokkurinn hnífjafnir með 33% fylgi hvor. Síðasta könnun Ipos Mori benti hins vegar til þess að Íhaldsflokkurinn væri með eins stigs forystu.

Ef Verkamannaflokkurinn fær meirihluta verður Ed Miliband næsti forsætisráðherra Bretlands, annars mun David Cameron verma sætið áfram.

Leiðtogar allra flokkanna hafa nú þegar greitt atkvæði. Um það bil 50 milljónir breta munu greiða atkvæði um 650 sætin á breska þinginu.