Ávöxtunarkrafan á skuldabréf spænska ríkisins hefur hækkað og hefur munurinn á ávxtunarkröfunni á þýsk og spænsk skuldabréf ekki verið meiri en nú. Í gær hækkaði ávöxtunarkrafan á spænsk skuldabréfin úr 5,8% í yfir 6% en á sama tíma var álagið á þýsk skuldabréf 1,88%.

Margir óttast að Spánn muni rata í svipuðu vandræði og Grikkland og síðan Ítalía og sérfræðingar fullyrða að evrukreppan sé nú ekki bara bundin við þau heldur sé hún að smitast yfir til annarra landa, og nú fyrst og fremst til Spánar.

Sérfræðingar UBS segja að það séu einkum þrjú áhættuatriði fjárfestar tengi Spáni, að stjórnvöldum muni ekki takast að hrinda sparnaðaráformum í framkvæmd, að Spánn sé á leið í efnahagslega niðursveiflu og að spænska ríkið þurfi að grípa inn til þess að koma sænskum bönkum til aðstoðar.

Nautaat
Nautaat
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Margir óttast að Spánn lendi í vandræðum, eins og þessi nautabani.