Nýtt 150 herbergja hótel KEA við Hafnarstræti 80 á Akureyri verður það stærsta á Norðurlandi en fjárfestingarfélagið hefur ákveðið að hefja byggingu á lóðinni sem það eignaðist fyrir tveimur árum.

Lóðin, sem kölluð er umferðarmiðstöðvarlóðin í Morgunblaðinu sem fjallar um málið afmörkuð af Hafnarstræti og Drotningarbraut ásamt Austurbrú sem tengir göturnar tvær.

Ekki er búið að ákveða undir hvaða merkjum það verður rekið. Gert er ráð fyrir að bygging þess taki um tvö ár svo stefnt er að opnun þess vorið 2019.

AVH á Akureyri hannar hótelið og liggja frumdrög að útliti þess og hönnun þegar fyrir, en lagt er áhersla á að það falli vel að umhverfi sínu og þeim byggingarstíl sem er í kring.