Flugmenn SAS skrifuðu undir kjarasamninga í gærkvöld og mæta aftur til vinnu í dag eftir sjö daga verkfall. Rickard Gustafsson, framkvæmdastjóri SAS, sagði þó á blaðamannafundi að það muni taka um sólarhring þar til að flug hjá félaginu verður aftur komið í rétt horf.

Flugfélagið hefur þurft að aflýsa um fjögur þúsund flugferðum vegna verkfallsins, en alls hafði það áhrif á ferðir um 380 þúsund farþega. Talið er að verkfallið hafi kostað félagið um milljarð króna á dag.

Samningaviðræður hófust hjá ríkissáttasemjara í Noregi í gærmorgun og stóðu þá vonir til að það myndi takast að semja fyrir klukkan 14 sama dag. Viðræðurnar drógust hins vegar á langinn, en samkomulag náðist loks í dag.