Vísitala neysluverðs í Bandaríkjunum lækkaði um 0,1% í júlí frá fyrri mánuði, en síðastaliðna 12 mánuði hefur verðlag hækkað um 2,1%. Kjarnavísitala neysluverðs sem undanskilur matvöru og eldsneyti hækkaði hins vegar um 0,1%, annan mánuðinn í röð. Helsti orsakavaldur verðhjöðnunar í júlí var 1,9% lækkun á eldsneyti ? þ.e lið sem inniheldur kol, olíu og orku og vegur um 10% af grunni vísitölunnar. Jafnframt lækkaði verð á bifreiðum um 0,7% á tímabilinu eftir að hafa hækkað í mánuðinum á undan.

Í Hálffimm fréttum KB banka kemur fram að í kjölfar nýbirtra verðbólugutalna telja fjárfestar líkur á minni verðbólguþrýstingi á næstunni, en ávöxtunarkrafa 20 ára ríkisskuldabréfa lækkaði á mörkuðum í dag.