Svisslendingar upplifa nú verðhjöðnun í fyrsta skipti í 50 ár en vísitalan neysluverðs dróst saman um 0,4% í mars og hefur það ekki gerst frá árinu 1959.

Samkvæmt tölum frá svissnesku hagstofunni hefur verðbólga dregist verulega saman frá því að hún náði 3,1% hámarki í júlí síðastliðnum en hún mældist 0,2% í febrúar mælist nú 0%.

Seðlabankinn í Sviss gerir ráð fyrir 0,5% verðhjöðnun á þessu ári auk þess sem verðbólgan verði um 0% á árunum 2010 og 2011.

Lækkandi eldsneytiskostnaður, leigukostnaður og ferðakostnaður eru sagðar helstu ástæður veðhjöðnunar nú en að sögn viðmælanda BBC fréttastofunnar kemur á óvart hversu hratt verðlag hefur dregist saman.

Gert er ráð fyrir að svissneska hagkerfið dragist saman um 2,2% á þessu ári.