Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 1% síðustu þrjá mánuði sem jafngildir 4,3% verðbólgu á ári. Ef hins vegar litið er til þróunar verðlags án húsnæðis þá hefur verðhjöðnunin verið 1,9%.

Vísitala neysluverðs í mars 2005 er 241,5 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,75% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 229,4 stig, hækkaði um 0,35% frá því í febrúar.

Vetrarútsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 12,2% (vísitöluáhrif 0,58%). Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 3,3% (0,47%) en verð á bensíni og olíu hækkaði um 2,7% (0,11%).

Verð á dagvöru (mat, drykkjarvöru og öðru því sem kaupa má í matvöruverslunum) lækkaði um 2,7% (-0,47%) og má það að miklu leyti rekja til verðstríðs sem nú geisar á matvörumarkaði.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,0%.