Olíuverð hefur hækkað um 9,1% í síðustu viku, en framvirkt verð á tunnu af hráolíu til eins mánaðar hækkaði um 10 sent á föstudag og var orðið $51,11 á Bandaríkjamarkaði. "Verðhækkunin er rakin til þess að vangaveltur eru í gangi um hvort takmarkað framboð af olíu nægi til að mæta aukinni eftirspurn, en framundan er eitt mesta ferðatímabil Bandaríkjamanna," segir í Hálffimm fréttum KB banka.

Eftirspurn eftir bensíni á bandarískum markaði hefur nú þegar hækkað um 1,9% í síðustu viku. Um 57% sérfræðinga um olíuverð telja að það muni hækka í næstu viku, en einungis 29% halda því fram að það muni falla.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.