Reglur um gjaldeyrishöft verða hertar með lögum á Alþingi sem samþykkja á í kvöld. Verið er að kynna málið í þingflokkunum. Með lögunum á að tryggja betur að gjaldeyrinn komi inn til landsins.

Þingfundur hefst klukkan 17 í dag og er búist við að frumvarpi um málið verði þá dreift á fundinum. Til stendur að afgreiða það í kvöld.

Krónan hefur veikst mjög síðustu daga og eiga lögin að koma í veg fyrir enn frekari veikingu hennar.

Uppfært kl. 17.00. Fundur Alþingis hefst kl.  17.30.